Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 21-28 | Yfirburðir Vals í seinni hálfleik 8. febrúar 2015 14:48 Vísir/Stefán Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf." Íslenski handboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira