Björgunarmenn að störfum víða um land Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. febrúar 2015 17:43 Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast í dag. vísir/vilhelm Björgunarsveitir víða um land hafa farið í útköll í dag vegna veðurs. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Mikið vatn rann í kjallara frystihússins á staðnum. Björgungarsveit staðarins, í samvinnu við Vegagerðina, náði að leysa málið. Um klukkustund síðar voru liðsmenn Strandar á Skagaströnd kallaðir út til að tryggja bát sem var að losna frá bryggju. Í hádeginu voru hjálpfúsar hendur kallaðar út á Ísafirði til að hindra að vatnselgurinn þar myndi valda miklu tjóni. Björgunarsveitin, bæjarstarfsmenn og slökkviliðið hafa reynt að ná tökum á ástandinu og síðdegis kom fólk frá Erni á Bolungarvík einnig til aðstoðar. Ísafjörður er þó ekki eini staðurinn á Vestfjörðum þar sem vatnið hefur gert usla. Eftir hádegi var björgunarsveitin á Suðureyri kölluð út eftir að flæða fór inn í hús í bænum. Þegar hún var að ljúka því verki barst tilkynning um að farið væri að flæða í kjallara Sunnuhlíðar, sem er verslunarhúsnæði á Suðureyri. Dælingu þar lauk á fjórða tímanum. Minna hefur verið um útköll á Suðurlandi en þau hafa þó verið einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði. Engan sakaði. Veður Tengdar fréttir Allt á floti á Ísafirði Bæjarbrekka „eins og stórfljót“ 8. febrúar 2015 15:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Björgunarsveitir víða um land hafa farið í útköll í dag vegna veðurs. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Mikið vatn rann í kjallara frystihússins á staðnum. Björgungarsveit staðarins, í samvinnu við Vegagerðina, náði að leysa málið. Um klukkustund síðar voru liðsmenn Strandar á Skagaströnd kallaðir út til að tryggja bát sem var að losna frá bryggju. Í hádeginu voru hjálpfúsar hendur kallaðar út á Ísafirði til að hindra að vatnselgurinn þar myndi valda miklu tjóni. Björgunarsveitin, bæjarstarfsmenn og slökkviliðið hafa reynt að ná tökum á ástandinu og síðdegis kom fólk frá Erni á Bolungarvík einnig til aðstoðar. Ísafjörður er þó ekki eini staðurinn á Vestfjörðum þar sem vatnið hefur gert usla. Eftir hádegi var björgunarsveitin á Suðureyri kölluð út eftir að flæða fór inn í hús í bænum. Þegar hún var að ljúka því verki barst tilkynning um að farið væri að flæða í kjallara Sunnuhlíðar, sem er verslunarhúsnæði á Suðureyri. Dælingu þar lauk á fjórða tímanum. Minna hefur verið um útköll á Suðurlandi en þau hafa þó verið einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði. Engan sakaði.
Veður Tengdar fréttir Allt á floti á Ísafirði Bæjarbrekka „eins og stórfljót“ 8. febrúar 2015 15:12 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira