Flæddi inn á sjúkrahús og Bæjarbrekkan varð að stórfljóti Fanney Birna Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2015 07:07 Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og fleiri stóðu í ströngu um helgina. vísir/hafþór Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór
Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira