Memphis stöðvaði Atlanta - Ást í loftinu hjá Cleveland | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 07:30 Marc Gasol átti flottan leik fyrir Memphis. vísir/epa Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira