Memphis stöðvaði Atlanta - Ást í loftinu hjá Cleveland | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 07:30 Marc Gasol átti flottan leik fyrir Memphis. vísir/epa Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Memphis Grizzlies kippti Atlanta Hawks um skamma stund niður á jörðina í nótt þegar bar sigur úr býtum í rimmu þeirra í Memphis í nótt, 94-88. Fyrir tveimur dögum síðan vann Atlanta toppliðið í vestrinu, Golden State, en Memphis, sem er í öðru sæti vesturdeildarinnar, ætlaði ekki að láta Haukana rúlla yfir tvö efstu lið vestursins í tveimur leikjum. Mike Conley, leikstjórnandi Memphis, skoraði mest fyrir heimamenn eða 21 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en hann afgreiddi líka leikinn með fallegum flotbolta undir lokin sem sjá má í myndbandinu hér að neðan. Báðir stóru strákarnir í liði Grizzlies; Marc Gasol og Zach Randolph, buðu upp á myndarlegar tvennur. Spánverjinn skoraði 16 stig og tók 10 fráköst en Randolph skoraði 11 stig og tók 15 fráköst. Hjá gestunum frá Atlanta, sem hafa engu að síður unnið átta af tíu síðustu leikjum sínum, var Jeff Teague stigahæstur með 22 stig. Atlanta er áfram langefst í austrinu með 42 sigra og 10 töp, sjö sigrum á undan Toronto. Mike Conley gengur frá Hawks:LeBron James og Kevin Love náðu vel saman í nótt.vísir/epaÁstin er í loftinu hjá Cleveland, en Kevin Love skoraði 32 stig fyrir liðið og tók 10 fráköst er það vann auðveldan sigur á Los Angeles Lakers, 120-105 í nótt. Love og LeBron James náðu einstaklega vel saman í nótt og er Cleveland-liðið komið aftur á sigurbraut eftir að Indiana batt endi á tólf leikja sigurgöngu þess á föstudagskvöldið. Sjálfur var LeBron James tveimur stoðsendingum frá þrennunni, en hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar. Cleveland er í fimmta sæti austurdeildarinnar en Chicago lyfti sér upp í þriðja sætið með 32. sigrinum í nótt. Það vann nauman sigur á Orlando Magic á útivelli, 98-97, þökk sé Paul Gasol sem heldur áfram að spila eins og engill. Einu stigi undir þegar 9,4 sekúndur voru eftir tróð Gasol boltanum ofan í körfuna og kom Chicago yfir, en hann fylgdi þar eftir misheppnuðu skoti Derricks Rose. Í heildina skoraði Spánverjinn 25 stig og tók 14 fráköst.Úrslit næturinnar: Oklahoma City Thunder - Los Angeles Clippers 131-108 Cleveland Cavaliers - Los Angeles Lakers 120-105 Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 94-88 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 102-103 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 101-112 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-98 Hoston Rockets - Portland Trail Blazers 98-109 Toronto Raptors - San Antonio Spurs 87-82 Sacramento Kings - Phoenix Suns 85-83Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti