ISIS gerir atlögu að Kirkuk Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 11:17 Peshmerga hermenn á leið á víglínuna við Mosul. Vísir/AP Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02
Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56
Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15
Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17
Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42