Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 12:00 Guðmundur er hugsi yfir skorti á upplýsingum frá IHF. Vísir/Eva Björk Sérstök staða er komin upp fyrir leik Danmerkur og Króatíu um 5. sætið á HM í handbolta í dag. Enginn virðist vita hvað felist nákvæmlega í því að lenda í 5. sæti mótsins. Undankeppni næstu Ólympíuleika fer fram á næsta ári. Þeim tólf liðum sem þangað komast verður skipt í þrjá riðla og hingað til hafa þeir farið fram í löndum þeirra liða sem hafa lent í 2., 3. og 4. sæti HM. Ef Katar verður Asíumeistari á næsta ári munu liðin í 3., 4. og 5. sæti halda sína riðla í undankeppninni - miðað við fyrirkomulag undankeppninnar hingað til. En Alþjóðahandknattleikssambandið hefur enn ekki gefið út hvort þær reglur munu einnig eiga við nú. Sá möguleiki hefur verið ræddur að láta riðlana þrjá fara fram í þremur heimsálfum en ekki er vitað hvernig það verður ákveðið. „Þetta var afar mikilvægur sigur upp á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eftir sigurinn á Slóveníu í gær. „Nú spilum við gegn Króatíu um 5. sætið og mögulega að keppa á heimavelli í undankeppni HM. Mögulega. Það veit enginn. Og það er merkilegt finnst mér. Afar merkilegt. Að maður veit það ekki.“ „Mér finnst einfaldlega merkilegt að þessar upplýsingar hafi ekki borist frá IHF. Að maður fái ekki að vita um hvað er verið að spila. Skiptir 5. sætið máli eða eitthvað annað?“ „Ég vil ekki nota of sterk orð um þetta. Ég bara skil ekki hvernig þetta er til komið. Mér finnst það undarlegt.“ Leikur Danmerkur og Króatíu hefst klukkan 16.15 í dag. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00 Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Sérstök staða er komin upp fyrir leik Danmerkur og Króatíu um 5. sætið á HM í handbolta í dag. Enginn virðist vita hvað felist nákvæmlega í því að lenda í 5. sæti mótsins. Undankeppni næstu Ólympíuleika fer fram á næsta ári. Þeim tólf liðum sem þangað komast verður skipt í þrjá riðla og hingað til hafa þeir farið fram í löndum þeirra liða sem hafa lent í 2., 3. og 4. sæti HM. Ef Katar verður Asíumeistari á næsta ári munu liðin í 3., 4. og 5. sæti halda sína riðla í undankeppninni - miðað við fyrirkomulag undankeppninnar hingað til. En Alþjóðahandknattleikssambandið hefur enn ekki gefið út hvort þær reglur munu einnig eiga við nú. Sá möguleiki hefur verið ræddur að láta riðlana þrjá fara fram í þremur heimsálfum en ekki er vitað hvernig það verður ákveðið. „Þetta var afar mikilvægur sigur upp á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, eftir sigurinn á Slóveníu í gær. „Nú spilum við gegn Króatíu um 5. sætið og mögulega að keppa á heimavelli í undankeppni HM. Mögulega. Það veit enginn. Og það er merkilegt finnst mér. Afar merkilegt. Að maður veit það ekki.“ „Mér finnst einfaldlega merkilegt að þessar upplýsingar hafi ekki borist frá IHF. Að maður fái ekki að vita um hvað er verið að spila. Skiptir 5. sætið máli eða eitthvað annað?“ „Ég vil ekki nota of sterk orð um þetta. Ég bara skil ekki hvernig þetta er til komið. Mér finnst það undarlegt.“ Leikur Danmerkur og Króatíu hefst klukkan 16.15 í dag.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir „Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00 Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56 Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
„Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“ Mimi Kraus sagði frá samskiptum sínum við leigubílsstjóra í Katar. 30. janúar 2015 16:00
Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum skotum þegar Danmörk bar sigurorð af Slóveníu, 36-33, í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar. 30. janúar 2015 10:56
Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta. 30. janúar 2015 14:00
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM. 30. janúar 2015 18:45