Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi, óttast að mikil óöld sé í uppsiglingu í landinu í kjölfar þess að vígahópur sem tengist ISIS myrti 32 egypska her-og lögreglumenn síðastliðinn fimmtudag. BBC greinir frá.
Sisi ávarpaði þjóð sína í dag. Hann sagði að framundan væri löng og hörð barátta við öfgamenn en árásin á fimmtudag var ein sú versta gegn ríkisstjórn landsins í langan tíma.
Árásin var gerð á Sinai-skaga í austurhluta Egyptalands. Ástandið þar hefur verið afar slæmt síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli árið 2011 og hefur hríðversnað síðastliðin misseri með tilheyrandi ofbeldi og árásum uppreisnarmanna.
Svíþjóð
Ísland