Strobel: Landslið Katars eins og félagslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2015 09:00 Martin Strobel í leiknum í gær. Vísir/Getty Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45