„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34
Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40
Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16