Forsætisráðherra telur vænlegra að semja um krónutöluhækkanir en prósentur Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira