Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2015 23:36 Össur Skarphéðinsson var hæstánægður með framgöngu okkar manna í kvöld. Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru okkar bestu menn að hans mati. Vísir/Eva Björk Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015
Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54