Egyptar stöðvuðu Svíana í Al Sadd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 17:48 Jafnteflið þýðir að Ísland nær ekki öðru sætinu. vísir/afp Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha. HM 2015 í Katar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira