Egyptar stöðvuðu Svíana í Al Sadd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 17:48 Jafnteflið þýðir að Ísland nær ekki öðru sætinu. vísir/afp Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha. HM 2015 í Katar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha.
HM 2015 í Katar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira