Erlent

Forsætisráðherra Japans fordæmir myndbandið

Birgir Olgeirsson skrifar
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans ,var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans ,var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna. AP
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur fordæmt myndband hryðjuverkasamtakanna ISIS sem sýnir aftöku japanans Haruna Yukawa sem var í haldi samtakanna.

Abe hefur krafist þess að samtökin leysi Kenji Goto, sem ISIS segir vera næstan í röðinni, úr haldi en hann sást í myndbandinu biðla til japanskra stjórnvalda að vinna að lausn sinni. ISIS hefur krafist 200 milljóna dollara í lausnargjald fyrir japönsku borgaranna en Abe hefur látið hafa eftir sér að japönsk yfirvöld muni ekki verða við kröfum hryðjuverkamanna.

„Þetta er óásættanlegt ofbeldi. Ég krefst þess að herra Kenji Goto verði leystur úr haldi hið fyrsta,“ sagði Abe.

Þá hefur forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fordæmt morðið á Haruna Yukawa og sagði hann bandarísk yfirvöld styðja kröfu félaga sinna í Japan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×