NBA: Crawford með 19 stig í endurkomu Clippers í fjórða | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 08:30 Jamal Crawford. Vísir/Getty Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira