Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2015 19:18 Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. Stofnandinn, Jökull Bergmann, telur að grundvöllur sé fyrir þyrlurekstri á Norðurlandi. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld er bærinn Klængshóll í Skíðadal inn af Dalvík heimsóttur en þar hefur byggst upp ein athyglisverðasta ferðaþjónusta landsins. Flogið er með ferðamenn á þyrlum upp á fjallstinda við Eyjafjörð þaðan sem þeir renna sér svo niður á skíðum. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður viðurkennir að þetta sé ein hættulegasta tegund afþreyingarferðaþjónustu en þyrlurnar séu í raun fljúgandi sjúkrabílar, með hjartastuðtæki og súrefni um borð og í raun allar græjur til að mæta nánast hvaða áfalli sem er. Þá væru þær björgunartæki sem gætu flutt fólk nánast hvaðan sem væri af Tröllaskaga á innan við 10-15 mínútum á sjúkrahús. Starfsmenn Bergmanna væru jafnframt sérþjálfaðir í fjallabjörgun, snjóflóðabjörgun og skyndihjálp. Vertíðin stendur frá janúarlokum og fram í júní og þá er Jökull með um 20 starfsmenn og 2-3 þyrlur. Þyrlan sem sást í frétt Stöðvar 2 kemur frá Grænlandsflugi vegna mikillar grósku í þyrluferðamennsku hérlendis en Bergmenn eru í samstarfi við Norðurflug um þyrlur. „Það væri klárlega mjög gott að vera með þyrlur á Norðurlandi. Það er alveg markaður fyrir það á sumrin, eins og í útsýnisflug með allt þetta skemmtiferðaskipafólk, og svo framvegis, - og svo þyrluskíðin á veturna. Það er kominn klárlega grundvöllur fyrir því að vera með þyrlur á Akureyri,“ segir Jökull og bætir við: „En það sem vantar aðallega á Akureyri eru björgunarþyrlur frá Landhelgisgæslunni.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira