Erlent

Fordæmir nýtt myndband af Goto

Samúel Karl Ólason skrifar
Kenji Goto og Shinzo Abe.
Kenji Goto og Shinzo Abe. Vísir/AP
Shinzo Abo, forsætisráðherra Japan, fordæmir nýtt myndband frá ISIS þar sem heyra má rödd Kenji Goto. Í myndbandinu segir Goto að hann og flugmaður frá Jórdaníu verði teknir af lífi, verði írösk kona ekki leyst úr haldi. Hún bíður þess að vera tekin af lífi fyrir hryðjuverk, í fangelsi í Jórdaníu.

Abe segir myndbandið vera fyrirlitlegt og að yfirvöld í Japan ynnu með Jórdaníu í að leysa gíslana úr haldi. Í myndbandinu sem birt var upp úr hádegi í gær, sagði Goto að hann yrði tekinn af lífi eftir sólarhring, eða minna, samkvæmt BBC.

Konan sem ISIS vill fá úr haldi heitir Al-Rishawi, en hún vær dæmd til dauða fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás árið 2005. 60 manns létust í árásinni.

Samtökin hafa þegar tekið japanska ríkisborgarann Haruna Yukawa, en Goto fór til Sýrlands í október til að reyna að ná Yukawa úr haldi.


Tengdar fréttir

Hóta að taka japanska gísla af lífi

Hryðjuverkahópurinn ISIS hefur birt myndband þar sem því er hótað að taka tvo japanska gísla af lífi ef að Japan borgar ekki lausnargjald fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×