Innlent

Flutningabíll fór útaf á Bröttubrekku

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjóþekja og hálka er víða um land.
Snjóþekja og hálka er víða um land. Vísir/Pjetur
Hálka og snjóþekja er víða um land, en á Suðvesturlandi eru hálkublettir á stofnbrautum og á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum, en víða á Suðurlandi er snjóþekja.

Á vesturlandi er snjóþekja og hálka allvíða en á Holtavörðuheiði er þæfingsfærð og er unnið að mokstri samkvæmt Vegagerðinni. Þá er hálka á Bröttubrekkur þar sem flutningabíll fór útaf.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði. Þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en unnið er að mokstri. Snjóþekja er á vegum á Norðurlandi, einkum á heiðum og útvegum. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði og einnig frá Hofsósi að Fljótunum en unnið er að mokstri.

Á norðurlandi Eystra er víða hálka og snjóþekja. Þæfingsfærð með stórhríð er á Hófaskarði og beðið er með mokstur þar. Hálka er austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Fagradal en snjóþekja er á Oddskarði. Á Austurlandi er hálka inn til landsins en á köflum snjóþekja með ströndinni.

Nokkur hálka og snjóþekja er einnig á Suðausturlandi og með ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×