Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag. Reykjavík Skák Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag.
Reykjavík Skák Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira