Tók rekstrarstjórann af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2015 07:48 Vísir/AP Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51
Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11
Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00