Hawks stöðvaði sigurgöngu Pistons | Wall hafði betur gegn Rose Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. janúar 2015 11:30 Franski miðherjinn hjá Wizards Kevin Seraphin sýnir löndum sínum stuðning vísir/ap Ellefu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Cleveland Cavaliers tapaði 18 leiknum á tímabilinu og John Wall vann sigur á Derrick Rose í fyrsta sinn. Atlanta Hawks varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Detroit Pistons að velli eftir að Pistons losaði sig við framherjann Josh Smith. Pistons hafði unnið alla sjö leiki sína eftir Smith en Hawks er á toppi austurdeildarinnar og langaði sjöunda sigri sínum í röð í nótt, 106-103. Hawks var 19 stigum yfir í hálfleik og náði að standa af sér atlögu Pistons í seinni hálfleik.Al Horford skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Hawks. Paul Milsap skoraði 17 stig. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig fyrir Pistons og Kyle Singler 16. Washington Wizards lagði grunninn að 102-86 sigri sínum á Chicago Bulls í fyrsta leikhluta í nótt. John Wall lagði Chris Paul í fyrsta sinn í vikunni og bætti Derrick Rose í sarpinn í nótt en Rose hafði verið í sigurliði í fyrstu fimm einvígjum leikstjórnandanna öflugu. Wall skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en Martin Gortat var stigahæstur Wizards með 21 stig auk þess að taka 13 fráköst. Bradley Beal skoraði 17 stig. Rose var stigahæstur hjá Bulls með 19 stig. Aaron Brooks skoraði 16 stig af bekknum. San Antonio Spurs skoraði 41 stig í fjórða leikhluta gegn Phoenix Suns í nótt og marði 100-95 sigur eftir að hafa verið tíu stigum undir eftir þrjá leikhluta.Danny Green skoraði 20 stig fyrir meistarana. P.J. Tucker og Eric Bledsoe skoruðu 19 stig hvor fyrir Suns. Ekkert gengur hjá Cleveland Cavaliers sem hefur aðeins unnið 19 af 37 leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið 112-94 gegn Golden State Warriors á útivelli en Warriors eru með bestan árangur allra liðanna í deildinni með 29 sigra í 34 leikjum.Klay Thompson skoraði 24 stig fyrir Warriors og Stephen Curry 23 auk þess að gefa 10 stoðsendingar.LeBron James er meiddur og lék því ekki með Cavaliers en nýi leikmaðurinn J.R. Smith skoraði mest fyrir liðið eða 27 stig. Kyrie Irving skoraði 23 stig og Kevin Love 17 stig en hann tók að auki 14 fráköst.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Boston Celtics 107-103 Brooklyn Nets – Philadelphia 76ers 88-90 Detroit Pistons – Atlanta Hawks 103-106 New Orleans Pelicans – Memphis Grizzlies 106-95 Oklahoma City Thunder – Utah Jazz 99-94 Washington Wizards – Chicago Bulls 102-86 Milwaukee Bucks – Minnesota Timberwolves 98-84 San Antonio Spurs – Phoenix Suns 100-95 Sacramento Kings – Denver Nuggets 108-118 Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers 112-94 Los Angeles Lakers – Orlando Magic 101-84Trevor Booker með ótrúlega körfu: Brook Lopez á þetta til: Thomas á háloftafuglinn Green: Barnes á Green: Durant sér um Jazz: NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Ellefu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Cleveland Cavaliers tapaði 18 leiknum á tímabilinu og John Wall vann sigur á Derrick Rose í fyrsta sinn. Atlanta Hawks varð í nótt fyrsta liðið til að leggja Detroit Pistons að velli eftir að Pistons losaði sig við framherjann Josh Smith. Pistons hafði unnið alla sjö leiki sína eftir Smith en Hawks er á toppi austurdeildarinnar og langaði sjöunda sigri sínum í röð í nótt, 106-103. Hawks var 19 stigum yfir í hálfleik og náði að standa af sér atlögu Pistons í seinni hálfleik.Al Horford skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Hawks. Paul Milsap skoraði 17 stig. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig fyrir Pistons og Kyle Singler 16. Washington Wizards lagði grunninn að 102-86 sigri sínum á Chicago Bulls í fyrsta leikhluta í nótt. John Wall lagði Chris Paul í fyrsta sinn í vikunni og bætti Derrick Rose í sarpinn í nótt en Rose hafði verið í sigurliði í fyrstu fimm einvígjum leikstjórnandanna öflugu. Wall skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en Martin Gortat var stigahæstur Wizards með 21 stig auk þess að taka 13 fráköst. Bradley Beal skoraði 17 stig. Rose var stigahæstur hjá Bulls með 19 stig. Aaron Brooks skoraði 16 stig af bekknum. San Antonio Spurs skoraði 41 stig í fjórða leikhluta gegn Phoenix Suns í nótt og marði 100-95 sigur eftir að hafa verið tíu stigum undir eftir þrjá leikhluta.Danny Green skoraði 20 stig fyrir meistarana. P.J. Tucker og Eric Bledsoe skoruðu 19 stig hvor fyrir Suns. Ekkert gengur hjá Cleveland Cavaliers sem hefur aðeins unnið 19 af 37 leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið 112-94 gegn Golden State Warriors á útivelli en Warriors eru með bestan árangur allra liðanna í deildinni með 29 sigra í 34 leikjum.Klay Thompson skoraði 24 stig fyrir Warriors og Stephen Curry 23 auk þess að gefa 10 stoðsendingar.LeBron James er meiddur og lék því ekki með Cavaliers en nýi leikmaðurinn J.R. Smith skoraði mest fyrir liðið eða 27 stig. Kyrie Irving skoraði 23 stig og Kevin Love 17 stig en hann tók að auki 14 fráköst.Öll úrslit næturinnar: Indiana Pacers – Boston Celtics 107-103 Brooklyn Nets – Philadelphia 76ers 88-90 Detroit Pistons – Atlanta Hawks 103-106 New Orleans Pelicans – Memphis Grizzlies 106-95 Oklahoma City Thunder – Utah Jazz 99-94 Washington Wizards – Chicago Bulls 102-86 Milwaukee Bucks – Minnesota Timberwolves 98-84 San Antonio Spurs – Phoenix Suns 100-95 Sacramento Kings – Denver Nuggets 108-118 Golden State Warriors – Cleveland Cavaliers 112-94 Los Angeles Lakers – Orlando Magic 101-84Trevor Booker með ótrúlega körfu: Brook Lopez á þetta til: Thomas á háloftafuglinn Green: Barnes á Green: Durant sér um Jazz:
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira