Fótbolti

Dagný annar besti leikmaðurinn í Bandaríkjunum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dagný fagnar með liði sínu
Dagný fagnar með liði sínu vísir/ap
Hermann bikarinn fyrir bestu leikmenn háskólafótboltans í Bandaríkjunum var afhentur í nótt. Sunnlendingurinn Dagný Brynjarsdóttir varð önnur í kjörinu.

Dagný og félagar í FSU urðu háskólameistarar seint á síðasta ári og var Dagný einn þeirra leikmanna sem tilnefndur var sem besti leikmaðurinn í kvennaflokki. Hún var fyrsti leikmaður FSU til að vera tilnefndur síðan Mami Yamaguchi vann verðlaunin árið 2007.

Dagný átti frábært ár með liði sínu og var að lokum næst best í deildinni á eftir bandarísku landsliðskonunni Morgan Brian sem lék með háskólanum í Virginíu.

Þetta er annað árið í röð sem Brian vinnur verðlaunin og er hún fimmta konan sem afrekar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×