Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 19:17 Sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. Vísir/AFP „Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“ Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31