Handbolti

Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Markvörðurinn með allt klárt.
Markvörðurinn með allt klárt. vísir/instagram
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ferðast frá Danmörku til Katar í dag þar sem HM 2015 í handbolta hefst á fimmtudaginn.

Okkar menn hefja leik á föstudaginn þegar þeir mæta Svíum í fyrstu umferð C-riðils, en sömu lið mættust í æfingamóti í síðustu viku og þar höfðu Svíar betur, 30-24.

Sjá einnig:Svona er staðan á HM-strákunum okkar

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði liðsins, kom til móts við strákana í gær og ferðast með til Katar, en hann var ekki með á æfingamótinu vegna persónulegra ástæðna.

Það er greinilega létt yfir okkar mönnum í morgun, en markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson setti bráðskemmtilega mynd inn á Instagram-síðuna sína þar sem hann segir:

„Tilbúinn fyrir Katar!“ Hann kassmerkir svo hlutina sem sjá má á myndinni, en þar eru meðal annars sólgleraugu og besti vinur handboltamarkvarðarins: Punghlífin!

Á HM-vef Vísis má finna allar fréttir sem Vísir skrifar um HM 2015 á einum stað.

Ready for Qatar! #Handfarangur #Skór #Punghlíf #Sólgleraugu #SpiderTech @Spidertech

A photo posted by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on


Tengdar fréttir

Aron um Aron Pálmarsson: Hann er hættur að hugsa um þetta

Aron Kristjánsson segist vera ánægður með árangur helgarinnar en Ísland vann einn leik, tapaði einum og gerði eitt jafntefli á æfingamótinu í Svíþjóð og Danmörku. Hápunkturinn var að leggja Danmörk að velli.

Svona er staðan á HM-strákunum okkar

Fréttablaðið tekur í dag stöðuna á leikmönnunum sautján sem fara til Katar. Æfingaleikjunum er nú lokið og alvaran tekur við eftir aðeins fjóra daga þegar liðið mætir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á HM 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×