Erlent

ISIS lætur ungan dreng taka tvo menn af lífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot
Íslamska ríkið hefur birt myndband þar sem ungur drengur er sýndur taka tvo menn af lífi. Mennirnir eru sagðir vera njósnarar frá Rússlandi.

Í myndbandinu má sjá þar sem mennirnir virðast vera yfirheyrðir, en einn þeirra les svo tilkynningu þar sem hann varar aðra við að njósna gegn Íslamska ríkinu. Þeir segjast hafa gengið til liðs við ISIS á vegum leyniþjónustu Rússlands, FSB.

Þá eru mennirnir sýndir á hnjánum utandyra og þar stendur drengurinn fyrir aftan þá með skammbyssu í hendinni. Við hlið hans stendur skeggjaður maður sem les upp vers úr kóraninum og segir að mennirnir séu fangar „ljónaunga kalífadæmisins“.

Drengurinn skýtur mennina báða í höfuðið einu sinni og svo nokkrum sinnum þegar þeir eru fallnir. Þá lyftir hann hendinni eins og hann sé að fagna. Í lok myndbandsins er sýnt frá gömlu myndbandi úr þjálfunarbúðum fyrir börn. Þar segist drengurinn vilja „drepa heiðingja“ þegar hann verði eldri.

Undir lok myndbandsins má heyra lagið Soldiers of Allah sem Vísir hefur áður fjallað um, en í myndbandi lagsins eru sýndar myndir og myndskeið frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×