Endurkoma LeBrons breytti engu - sex töp í röð | Myndband Tómas skrifar 14. janúar 2015 07:00 LeBron James liggur eftir í teignum. vísir/getty LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira
LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Sjá meira