Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 14:00 Stefan Kretzschmar við hlið Heiner Brand. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“ Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“
Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira