The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2015 15:50 Hlauparar þurfa að fara í gegnum fjórar stöðvar þar sem litpúðri er kastað í þau. Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins, en því verður skvett á þátttakendur í The Color Run by Alvogen hlaupinu, sem verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þann 6. Júní næstkomandi. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi. Einkennisorð viðburðarins eru Heilsa, Hamingja og Tjáningarfrelsi einstaklingsins. Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli. Skráning í hlaupið hefur verið framar björtustu vonum samkvæmt tilkynningu og þar segir að það stefni í mikinn fjölda hlaupara. Forsala á viðburðinn fór fram í lok nóvember og kláruðust allir forsölumiðar á fjórum dögum. Almenn miðasala hófst eftir það. „Það er greinilegt að fólk hefur gífurlegan áhuga á þessu hlaupi. Eftir að forsölunni lauk settum við jólatilboð í gang sem gekk alveg ótrúlega vel“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn aðstandanda hlaupsins og bætir við að það stefni í að uppselt verði í viðburðinn, bara spurning hvenær miðarnir klárast. „Það er gott fyrir okkur að vita núna hversu mikil þátttakan verður því við þurfum að panta litapúðrið frá Indlandi og það koma 6 tonn til landsins á næstunni.“Fyrst hlaupið í Bandaríkjunum Fyrsta litahlaupið fór fram í Phoenix í Arizona árið 2012. Það var Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans ásamt því að sameina Holy hátíðina á Indlandi en þaðan kemur liturinn. Sex þúsund manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu en áður en árið kláraðist höfðu 600.000 þátttakendur hlaupið í 50 borgum í Norður Ameríku og núna hefur hlaupið farið fram víðsvegar í Suður Ameríku, Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu. „Það geta allir tekið þátt í hlaupinu, bæði atvinnuhlauparar, áhugahlauparar og fólk sem hleypur aldrei en vill bara skemmta sér og sínum með því að vera með. Öll fjölskyldan getur tekið þátt því að það er ekkert aldurstakmark eða önnur skilyrði. Reyndar er skilyrði að hlaupa í hvítu til þess að allir litirnir fái að njóta sín sem mest,“ segir Davíð.Þetta er í fyrsta sinn sem hlaupið er á Íslandi.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira