Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 23:45 Vísir/AFP Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30