Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 23:45 Vísir/AFP Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30