Reykjavíkurleikarnir hófust um helgina og þá var keppt í níu íþróttagreinum víðsvegar um borgina en flestar keppnir fóru fram í Laugardalnum. Mótahaldið gekk mjög vel fyrir sig og mikil ánægja með hvernig til tókst. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Fyrri hluta leikanna lauk svo með glæsilegri hátíðardagskrá í Laugardalshöllinni í gær. Á hátíðinni ávarpaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, gesti, Unnur Birna Bassadóttir söng lag leikanna, „What we are“, íþróttafólk úr ýmsum greinum var með glæsilega sýningu, Bjarni töframaður skemmti viðstöddum og Sirkus Ísland sýndi listir sínar.
Stigahæsti karlinn og stigahæsta konan í hverri íþróttagrein fengu sérstaka viðurkenningu á hátíðinni en þau voru eftirfarandi:
Bogfimi
Kona: Sheriden Lee Gale, Ástralíu.
Karl: Martin Damsbö Christiensen, Danmörku.
Frjálsar íþróttir
Kona: Aníta Hinriksdóttir, ÍR
Karl: Daniel Gardiner, Bretlandi.
Badminton
Kona: Sigríður Árnadóttir, TBR
Karl: Daníel Jóhannesson, TBR
Listhlaup á skautum
Kona: Shaline Ruegger, Sviss.
Karate
Kona: Emma Lucraft, Englandi.
Karl: Lonni Boulesnane, Frakklandi.
Júdó
Kona: Nete Dehlendorff, Danmörku.
Karl: Khomula Artem, Úkraínu.
Kraftlyftingar
Kona: Ielja Strik, Hollandi.
Karl: Kim Raino Rølvåg, Noregi.
Sund
Kona: Mie Østergaard Nielsen, Danmörku.
Karl: Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Taekwondo
Kona: Ástrós Brynjarsdóttir, Keflavík
Karl: Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Keflavík
Þessi stóðu sig best í fyrri hluta Reykjavíkurleikanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
