Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2015 10:15 Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir í viðtali í þættinum "Um land allt" í fyrra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42
Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15