Varar við upplausn Íraks Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 16:02 Abdul-Wahab al-Saadi og menn hans ferðuðust 40 kílómetra vegalengd á 30 dögum. Vísir/AP „Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn. Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira