Jóhann Páll hættur á DV Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 10:17 Jóhann Páll Jóhannsson og Eggert Skúlason. Blaðamaðurinn Jóhann Páll hefur sagt upp störfum sínum hjá DV og tilkynnti hann yfirmönnum sínum það fyrr í morgun. Í pistli á Facebook segir Jóhann að hann geti ekki ímyndað sér að vinna þar lengur. Hann segir að múrinn á milli ritstjórnar og eigenda sé að hverfa. Jóhann segir að gegndarlaust niðurrif hafi átt sér stað síðan DV skipti um eigendur í ágúst og nú séu skemmdarverkin á lokastigi. Jóhann var ásamt samstarfsmanni sínum Jóni Bjarka Magnússyni í Kastljósi fyrir áramót þar sem þeir gagnrýndu Eggert Skúlason, nýjan ritstjóra DV. „Björn Ingi Hrafnsson, áhrifamaður í Framsóknarflokknum, hefur eignast meirihluta í DV og gert vin sinn úr sama flokki, Eggert Skúlason, að ritstjóra. Síðasta föstudag tilkynnti Eggert á fréttafundi að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu yrði ekki liðin á hans vakt.“ Hann segir að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd Framsóknarflokknum hafi viljað knésetja DV. Í nýútkominni bók Reynis Traustasonar segi ritstjórinn fyrrverandi frá því að „skuggaeigandi DV“ hafi kvartað undan lekamálinu og „dekri við hælisleitendur“. „Síðasta föstudag tilkynnti Eggert á fréttafundi að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu yrði ekki liðin á hans vakt.“ „Fjársterk öfl í íslensku samfélagi hatast við frjálsa fjölmiðlun og hamast gegn henni á öllum vígstöðvum. Yfirtakan á DV er ein ljótasta birtingarmynd þess. Sá hlær best sem á spilltustu vinina.“ Færslu Jóhanns má sjá hér að neðan. Hann leggur nú stund á heimspekinám í Brighton í Englandi. Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Blaðamaðurinn Jóhann Páll hefur sagt upp störfum sínum hjá DV og tilkynnti hann yfirmönnum sínum það fyrr í morgun. Í pistli á Facebook segir Jóhann að hann geti ekki ímyndað sér að vinna þar lengur. Hann segir að múrinn á milli ritstjórnar og eigenda sé að hverfa. Jóhann segir að gegndarlaust niðurrif hafi átt sér stað síðan DV skipti um eigendur í ágúst og nú séu skemmdarverkin á lokastigi. Jóhann var ásamt samstarfsmanni sínum Jóni Bjarka Magnússyni í Kastljósi fyrir áramót þar sem þeir gagnrýndu Eggert Skúlason, nýjan ritstjóra DV. „Björn Ingi Hrafnsson, áhrifamaður í Framsóknarflokknum, hefur eignast meirihluta í DV og gert vin sinn úr sama flokki, Eggert Skúlason, að ritstjóra. Síðasta föstudag tilkynnti Eggert á fréttafundi að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu yrði ekki liðin á hans vakt.“ Hann segir að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd Framsóknarflokknum hafi viljað knésetja DV. Í nýútkominni bók Reynis Traustasonar segi ritstjórinn fyrrverandi frá því að „skuggaeigandi DV“ hafi kvartað undan lekamálinu og „dekri við hælisleitendur“. „Síðasta föstudag tilkynnti Eggert á fréttafundi að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu yrði ekki liðin á hans vakt.“ „Fjársterk öfl í íslensku samfélagi hatast við frjálsa fjölmiðlun og hamast gegn henni á öllum vígstöðvum. Yfirtakan á DV er ein ljótasta birtingarmynd þess. Sá hlær best sem á spilltustu vinina.“ Færslu Jóhanns má sjá hér að neðan. Hann leggur nú stund á heimspekinám í Brighton í Englandi. Post by Jóhann Páll Jóhannsson.
Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46
Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46