Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 16:39 Skopmyndateiknararnir Wolinski, Cabu, Charb og Tignous. Vísir/AFP Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00