Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í hádeginu fund með Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, og kom formlega á framfæri samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París.
„Árásin var einkar grimmúðleg og gróf atlaga að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um. Í dag er þjóðarsorg í Frakklandi og Íslendingar sýna Frökkum samhug og samstöðu. Ég votta fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra mína dýpstu samúð.“
Segir árásina grófa atlögu að tjáningar- og prentfrelsi

Tengdar fréttir

Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo.

Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“
Charlie Hebdo gerði grín að öllu og öllum í vikulegri útgáfu. Ritstjóri blaðsins segist standa vörð um tjáningarfrelsið.

Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar
Auður Jónsdóttir rithöfundur birtir skopmyndir Jylland-Posten á Facebooksíðu sinni.

Samstöðufundur við Franska sendiráðið í dag
Skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta með blýanta og kerti til fundarins.

Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París
Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær.

Verðum að sigra hið vonda og illa
Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum.