Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 08:54 Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum. Charlie Hebdo Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum.
Charlie Hebdo Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira