Ofbeldi gegn kennurum eykst Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Nemendur hafa notað síma sína til að egna kennara. Nordicphotos/AFP Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Ofbeldi nemenda gegn kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna fer vaxandi þótt það sé ekki algengt. Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir árás nemanda, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá. „Árásargjarnir nemendur á öllum stigum grunnskólans, sem eru sem betur fer ekki margir, grýta hlutum, rífa í kennara og annað starfsfólk og meiða,“ segir hún. Niðurstöður könnunar skólayfirvalda í Stokkhólmi frá því í fyrra sýna að níu prósent starfsmanna skóla höfðu orðið fyrir ofbeldi eða verið hótað á árinu á undan. Kennarar voru 60 prósent svarenda, samkvæmt frétt Sænska dagblaðsins. Guðbjörg kveðst ekki vita til að slík könnun hafi verið gerð hér á landi. Hér hafa kennarar í sumum tilfellum þurft að leita læknis vegna ofbeldis sem þeir hafa orðið fyrir. Spurð hvort þeir hafi þurft að fara í veikindafrí vegna slíkra mála segir Guðbjörg svo vera.Guðbjörg Ragnarsdóttir„Einelti fyrirfinnst alls staðar. Það eru til foreldrar og nemendur sem leggja kennara í einelti og einelti hefur áhrif á kennara eins og aðra.“ Að sögn Guðbjargar er allur gangur á því hvernig skólastjórnendur taka á málum. „Sumir segja að máli sé ekki fylgt nógu vel eftir en aðrir segja að skólastjórnendur standi 110 prósent með þeim. Þá er fundað með viðkomandi nemanda og foreldrum og utanaðkomandi kallaðir til ef þurfa þykir.“ Nemendur eru farnir að ógna kennurum með því að bregða símum á loft í kennslustofunni, mynda þá og taka upp hljóð en yfirleitt er bannað að vera með síma í skólunum. „Nemendur hafa tekið upp hljóðið þegar kennarinn brýnir raustina. Þetta er svo sett á netið. Það er hins vegar ekki sýnt hvað nemendur gerðu markvisst, jafnvel um langt skeið, til að egna kennarann. Nemendur nota símana sem tæki til að hóta kennurum. Fyrir kemur að grunnskólanemendur séu með síma sem kosta á annað hundrað þúsund krónur. Það er skiljanlegt að foreldrar vilji að börnin hafi síma sem öryggistæki en í þeim tilgangi þurfa nemendur ekki síma með öllum mögulegum tækninýjungum. Það ætti að vera nóg ef hægt er að hringja í símana og úr þeim.“ Guðbjörg tekur fram að alltaf hafi loðað við að nemendur reyni að espa upp kennara. „Það hefur ekkert breyst síðan ég var í skóla. Málin lenda hins vegar í öðrum farvegi núna. Nú eru viðbrögð kennaranna sýnd öllum almenningi en ekki aðdragandinn.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“