Vinstri græn berjast fyrir friðlýsingu húsa Sóley Tómasdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu. Það hafa fleiri gert. Fulltrúar Vinstri grænna í dómnefnd samkeppninnar, í skipulagsráði og í borgarráði og borgarstjórn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að skipulagið yrði samþykkt. Nú þegar húsafriðunarnefnd hefur lagt það til við forsætisráðuneytið að umrædd hús verði friðuð kallar ferlið á umsagnir úr ólíkum áttum. Eins og kemur fram í grein Björns, þá mótmælir meirihluti skipulagsráðs friðlýsingunni svo hægt sé að halda áformum deiliskipulagsins til streitu. Það sem hann tekur ekki fram er að umsögninni fylgdi svohljóðandi bókun Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði: „Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu.” Vinstri græn hafa, og munu áfram, standa með varðveislu þeirra menningarverðmæta sem felast í hús- og minjavernd.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar