Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. desember 2014 07:00 Landsbankinn í jólabúningi. Fólk á hraðferð í jólaönnum við höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hlýtur þann vafasama heiður að vera talin verstu, eða umdeildustu, viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Tilkynnt var um söluna 25. nóvember síðastliðinn, en 2.184 milljónir króna fengust fyrir 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. Hluturinn var hvorki auglýstur til sölu, né var söluferlið opið. Stjórnmálamenn gagnrýndu vinnulagið og Steinþór Pálsson bankastjóri var í kjölfarið kallaður fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem hann varði söluna og kvað ásættanlegt verð hafa fengist fyrir hlutinn. Hagnaður bankans af sölunni nam tæpum milljarði króna. Í umræðu og fréttaflutningi af sölunni voru gerðar athugasemdir við að í hópi kaupenda eru fjárfestar tengdir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra fjölskylduböndum, feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson. Einar er föðurbróðir Bjarna.Vísir/DaníelBankinn var minnihlutaeigandi í fyrirtækinu og gat lítið beitt sér vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, sem um miðjan desember upplýsti að lögð hefði verið ríflega eins og hálfs milljarðs króna sekt á bankana og greiðslukortafyrirtækin vegna samráðs á greiðslukortamarkaði. Landsbankinn seldi líka vegna málsins hlut sinn í Valitor á 3,6 milljarða króna. „Á tyllidögum segja stjórnendur ríkisbankans að þeir vilji vera í fararbroddi hvað varðar ábyrgar fjárfestingar á Íslandi. Ógegnsætt söluferli á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun hefur hins vegar valdið bankanum orðsporshnekki, meðal annars vegna þess að allsendis er óvíst hvort bankanum hafi tekist að hámarka verðmæti eignarhlutar síns,“ segir einn dómnefndarmaður í umsögn sinni og bendir á að bankarnir hafi ekki verið þekktir fyrir að selja eignir lágt á undanförnum árum, jafnvel þótt þeir hafi verið undir þrýstingi Samkeppniseftirlitsins um að losa eignir. „Því kemur þessi leyndarhyggja Landsbankans á óvart.“ Dómnefndarfólk var ekki einhuga í mati sínu á ástæðum þess að viðskiptin hafi verið slæm. Þannig töldu sumir verðið hafa verið ásættanlegt en aðrir of lágt. Allir voru þó sammála um að bankinn hefði orðið illa úti í umræðunni eftir viðskiptin. Greiðslumáti kynntur Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, keypti sér pylsu þegar snertiposinn var kynntur á Bæjarins bestu í október 2012.„Viðskiptin á Borgun eru seljanda og kaupanda í hag en það er svoddan fnykur af slíkum viðskiptum að manni líkar ekki. Svona viðskiptahættir væru best geymdir í fortíð,“ segir einn. Annar sagði hafa verið erfitt að finna verstu viðskiptin að þessu sinni. „En leiðinlegustu viðskiptin eru örugglega sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun, stjórnmálamenn og vissir fjölmiðlar hafa reynt að gera þetta tortryggilegt og málið verið blásið út. Landsbankinn fékk gott verð fyrir hlutinn en það hefur alveg gleymst í umræðunni. Hagnaður bankans af sölunni, rúmur milljarður, rennur sennilega beint í ríkissjóð í næstu arðgreiðslu. En það er ekki sama hver kaupir að mati sumra og málið hefur valdið Landsbankanum óþarfa armæðu. En svona gerist þegar stjórnmálamenn ætla að fara að skipta sér af viðskiptum,“ segir sá og telur endurspeglast í málinu öllu að ekki sé Landsbankanum til framdráttar að vera alfarið í eigu ríkisins.Merki MiklagarðsÖnnur og þriðju verstu viðskipti ársins2 - Stofnun sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og BravóSjónvarpsstöðvar Konunglega kvikmyndafélagsins, sem Sigmar Vilhjálmsson fór fyrir, hófu göngu sína um miðjan mars á þessu ár. Þær voru ekki langlífar því öllum starfsmönnum var sagt upp í apríllok. Um miðjan maí var tilkynnt um yfirtöku 365 á stöðvunum og að Mikligarður yrði lagður niður. „Ekki góð hugmynd fyrir framleiðslufyrirtæki að fara í samkeppni við viðskiptavini sína og þá á alveg eftir að ræða óraunhæfar tekju- og kostnaðaráætlanir,“ segir í umsögn eins dómnefndarmanns. „Algjört vanmat frá upphafi og vart hægt að klúðra hlutum með meiri bravúr,“ segir annar. „Fá þó prik fyrir að viðurkenna ruglið hratt og bakka út.“Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Blaðamannafundur forsætis- og fjármálaráðherra fyrr á árinu þar sem kynnt voru skuldaleiðréttingfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Fréttablaðið/Valli3 - Skuldaleiðrétting heimilanna Allmargir dómnefndarmenn nefndu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarflokkanna sem mesta afleik ársins á viðskiptasviðinu. „Ef það átti að eyða 80 milljörðum þá hefði verið ágætt að setja þá peninga til dæmis í nýjan Landspítala sem hefði nýst landsmönnum öllum,“ sagði einn. Annar benti á að með aðgerðinni hafi miklar fjárhæðir runnið að stórum hluta til fólks sem ekki hafi þurft á þeim að halda. „Fjármunina hefði betur mátt nýta til að lækka skuldir ríkissjóðs (og þar með álögur á einstaklinga og fyrirtæki) og til að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og menntakerfið,“ sagði sá.Annað sem var nefnt:Viðskiptin með Fjarðarlax og Skeljung „Fólk á einfaldlega ekki að færa sig hinum megin borðsins í miðjum viðskiptum.“Kaup Björns Leifssonar á hlut í DV „Viðskipti Björns Leifssonar hafa verið umdeild og áskriftum að blaðinu fækkaði umtalsvert í kjölfarið.“Ákvörðun þeirra sem ekki stóðu við tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda „Bréfin hafa síðan hækkað um ríflega þriðjung (eru nú 37,5 en útboðsverðið var 27,7).“Uppbygging ríkisins á innviðum í Helguvík „Hvenær ætla stjórnvöld að hætta að henda peningum í óskuldbindandi og oft raunar mjög ólíkleg plön erlendra fyrirtækja og læra að treysta markaðnum fyrir því að leysa þessi mál?“Baðhúsið/Reginn „Of mikið klúður frá A til Ö … sjálfsagt af beggja hálfu. Sýnir hversu lítið rými fyrirtæki hafa í viðskiptum við stóru eignarhaldsfélögin. Báðir hafa misreiknað sig illa í þessu öllu saman.“Viðskipti með innflutta matvöru sem ekki urðu vegna verndarstefnu „Öll viðskiptin með innflutta matvöru sem neytendur misstu af vegna ofurtolla og innflutningshamla. Líka viðskiptin sem íslensk fyrirtæki misstu af í útlöndum af svipuðum ástæðum; MS hefði til dæmis getað selt ennþá meira skyr á Evrópumarkaði ef ekki væri fyrir háa tolla.“Flutningur Fiskistofu til Akureyrar „Skólabókardæmi um hvernig á alls ekki að gera hlutina — gamaldags pólitík í sinni verstu mynd. Framsókn sjálfri sér lík, en dapurlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að kóa með.“ Borgunarmálið Tengdar fréttir Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í sölu Íslenska fyrirtækið Datamarket var í október selt upplýsingatæknifyrirtækinu Qlik Technologies Inc. í Bandaríkjunum fyrir 11,8 til 13,5 milljónir Bandaríkjadala. Sagt stofnað á erfiðum tímum og góður hagnaður innleystur. 27. desember 2014 07:00 Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hlýtur þann vafasama heiður að vera talin verstu, eða umdeildustu, viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Tilkynnt var um söluna 25. nóvember síðastliðinn, en 2.184 milljónir króna fengust fyrir 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. Hluturinn var hvorki auglýstur til sölu, né var söluferlið opið. Stjórnmálamenn gagnrýndu vinnulagið og Steinþór Pálsson bankastjóri var í kjölfarið kallaður fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem hann varði söluna og kvað ásættanlegt verð hafa fengist fyrir hlutinn. Hagnaður bankans af sölunni nam tæpum milljarði króna. Í umræðu og fréttaflutningi af sölunni voru gerðar athugasemdir við að í hópi kaupenda eru fjárfestar tengdir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra fjölskylduböndum, feðgarnir Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson. Einar er föðurbróðir Bjarna.Vísir/DaníelBankinn var minnihlutaeigandi í fyrirtækinu og gat lítið beitt sér vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, sem um miðjan desember upplýsti að lögð hefði verið ríflega eins og hálfs milljarðs króna sekt á bankana og greiðslukortafyrirtækin vegna samráðs á greiðslukortamarkaði. Landsbankinn seldi líka vegna málsins hlut sinn í Valitor á 3,6 milljarða króna. „Á tyllidögum segja stjórnendur ríkisbankans að þeir vilji vera í fararbroddi hvað varðar ábyrgar fjárfestingar á Íslandi. Ógegnsætt söluferli á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun hefur hins vegar valdið bankanum orðsporshnekki, meðal annars vegna þess að allsendis er óvíst hvort bankanum hafi tekist að hámarka verðmæti eignarhlutar síns,“ segir einn dómnefndarmaður í umsögn sinni og bendir á að bankarnir hafi ekki verið þekktir fyrir að selja eignir lágt á undanförnum árum, jafnvel þótt þeir hafi verið undir þrýstingi Samkeppniseftirlitsins um að losa eignir. „Því kemur þessi leyndarhyggja Landsbankans á óvart.“ Dómnefndarfólk var ekki einhuga í mati sínu á ástæðum þess að viðskiptin hafi verið slæm. Þannig töldu sumir verðið hafa verið ásættanlegt en aðrir of lágt. Allir voru þó sammála um að bankinn hefði orðið illa úti í umræðunni eftir viðskiptin. Greiðslumáti kynntur Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, keypti sér pylsu þegar snertiposinn var kynntur á Bæjarins bestu í október 2012.„Viðskiptin á Borgun eru seljanda og kaupanda í hag en það er svoddan fnykur af slíkum viðskiptum að manni líkar ekki. Svona viðskiptahættir væru best geymdir í fortíð,“ segir einn. Annar sagði hafa verið erfitt að finna verstu viðskiptin að þessu sinni. „En leiðinlegustu viðskiptin eru örugglega sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun, stjórnmálamenn og vissir fjölmiðlar hafa reynt að gera þetta tortryggilegt og málið verið blásið út. Landsbankinn fékk gott verð fyrir hlutinn en það hefur alveg gleymst í umræðunni. Hagnaður bankans af sölunni, rúmur milljarður, rennur sennilega beint í ríkissjóð í næstu arðgreiðslu. En það er ekki sama hver kaupir að mati sumra og málið hefur valdið Landsbankanum óþarfa armæðu. En svona gerist þegar stjórnmálamenn ætla að fara að skipta sér af viðskiptum,“ segir sá og telur endurspeglast í málinu öllu að ekki sé Landsbankanum til framdráttar að vera alfarið í eigu ríkisins.Merki MiklagarðsÖnnur og þriðju verstu viðskipti ársins2 - Stofnun sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og BravóSjónvarpsstöðvar Konunglega kvikmyndafélagsins, sem Sigmar Vilhjálmsson fór fyrir, hófu göngu sína um miðjan mars á þessu ár. Þær voru ekki langlífar því öllum starfsmönnum var sagt upp í apríllok. Um miðjan maí var tilkynnt um yfirtöku 365 á stöðvunum og að Mikligarður yrði lagður niður. „Ekki góð hugmynd fyrir framleiðslufyrirtæki að fara í samkeppni við viðskiptavini sína og þá á alveg eftir að ræða óraunhæfar tekju- og kostnaðaráætlanir,“ segir í umsögn eins dómnefndarmanns. „Algjört vanmat frá upphafi og vart hægt að klúðra hlutum með meiri bravúr,“ segir annar. „Fá þó prik fyrir að viðurkenna ruglið hratt og bakka út.“Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Blaðamannafundur forsætis- og fjármálaráðherra fyrr á árinu þar sem kynnt voru skuldaleiðréttingfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Fréttablaðið/Valli3 - Skuldaleiðrétting heimilanna Allmargir dómnefndarmenn nefndu skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarflokkanna sem mesta afleik ársins á viðskiptasviðinu. „Ef það átti að eyða 80 milljörðum þá hefði verið ágætt að setja þá peninga til dæmis í nýjan Landspítala sem hefði nýst landsmönnum öllum,“ sagði einn. Annar benti á að með aðgerðinni hafi miklar fjárhæðir runnið að stórum hluta til fólks sem ekki hafi þurft á þeim að halda. „Fjármunina hefði betur mátt nýta til að lækka skuldir ríkissjóðs (og þar með álögur á einstaklinga og fyrirtæki) og til að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og menntakerfið,“ sagði sá.Annað sem var nefnt:Viðskiptin með Fjarðarlax og Skeljung „Fólk á einfaldlega ekki að færa sig hinum megin borðsins í miðjum viðskiptum.“Kaup Björns Leifssonar á hlut í DV „Viðskipti Björns Leifssonar hafa verið umdeild og áskriftum að blaðinu fækkaði umtalsvert í kjölfarið.“Ákvörðun þeirra sem ekki stóðu við tilboð í hlutabréfaútboði HB Granda „Bréfin hafa síðan hækkað um ríflega þriðjung (eru nú 37,5 en útboðsverðið var 27,7).“Uppbygging ríkisins á innviðum í Helguvík „Hvenær ætla stjórnvöld að hætta að henda peningum í óskuldbindandi og oft raunar mjög ólíkleg plön erlendra fyrirtækja og læra að treysta markaðnum fyrir því að leysa þessi mál?“Baðhúsið/Reginn „Of mikið klúður frá A til Ö … sjálfsagt af beggja hálfu. Sýnir hversu lítið rými fyrirtæki hafa í viðskiptum við stóru eignarhaldsfélögin. Báðir hafa misreiknað sig illa í þessu öllu saman.“Viðskipti með innflutta matvöru sem ekki urðu vegna verndarstefnu „Öll viðskiptin með innflutta matvöru sem neytendur misstu af vegna ofurtolla og innflutningshamla. Líka viðskiptin sem íslensk fyrirtæki misstu af í útlöndum af svipuðum ástæðum; MS hefði til dæmis getað selt ennþá meira skyr á Evrópumarkaði ef ekki væri fyrir háa tolla.“Flutningur Fiskistofu til Akureyrar „Skólabókardæmi um hvernig á alls ekki að gera hlutina — gamaldags pólitík í sinni verstu mynd. Framsókn sjálfri sér lík, en dapurlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að kóa með.“
Borgunarmálið Tengdar fréttir Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í sölu Íslenska fyrirtækið Datamarket var í október selt upplýsingatæknifyrirtækinu Qlik Technologies Inc. í Bandaríkjunum fyrir 11,8 til 13,5 milljónir Bandaríkjadala. Sagt stofnað á erfiðum tímum og góður hagnaður innleystur. 27. desember 2014 07:00 Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Frábært að sjá frumkvöðul fylgja eftir góðri hugmynd alla leið í sölu Íslenska fyrirtækið Datamarket var í október selt upplýsingatæknifyrirtækinu Qlik Technologies Inc. í Bandaríkjunum fyrir 11,8 til 13,5 milljónir Bandaríkjadala. Sagt stofnað á erfiðum tímum og góður hagnaður innleystur. 27. desember 2014 07:00
Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur. 27. desember 2014 07:00