Íslensk fatalína á Asos marketplace Marín Manda skrifar 7. janúar 2014 09:30 Heba Björg hönnuður Absence of Colour. „Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum. Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum.
Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hvuttar á kjörstað Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira