Flugmaður neitar sök vegna brotlendingar við sumarhús Garnar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Flugvélin, TF-KEX, eyðilagðist í óhappinnu. Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa „Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
„Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00
Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00