Flugmaður neitar sök vegna brotlendingar við sumarhús Garnar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Flugvélin, TF-KEX, eyðilagðist í óhappinnu. Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa „Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
„Ég veit ekki alveg út af hverju fréttamiðlar ættu að hafa mikinn áhuga á þessu máli en ég ætla að minnsta kosti ekki að tjá mig,“ segir Marteinn Einarsson, sem ákærður er vegna brotlendingar flugvélar við sumarhúsabyggð í Langholtsfjalli. Flugvélin TF-KEX lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli og brotlenti í Langholtsfjalli 1. apríl 2010. Um borð voru þrír farþegar auk Marteins sem flaug vélinni. Marteinn og einn farþeganna voru hvor í sínu lagi að velta fyrir sér að taka flugvélina á leigu og höfðu fengið hana til prufuflugs. Hinir farþegarnir tveir voru á vegum Marteins. Fjallað var um niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa í Fréttablaðinu 8. nóvember í fyrra: „Flugmaðurinn flaug vélinni ítrekað lágt yfir sumarhús í Heiðarbyggð í Langholtsfjalli nálægt Flúðum þar til hann fann bústað sem ættingjar hans dvöldust í og flaug beint yfir húsið. Er hann hugðist taka U-beygju til baka hrapaði vélin til jarðar og brotlenti á mosavöxnum hrygg,“ sagði í Fréttablaðinu.Hér sést hvernig Cessna-vélinni TF-KEX var flogið fram og til baka yfir sumarhúsabyggðinni í hlíðum Langholtsfjalls á skírdag 2010 þar til hún brotlenti eftir krappa beygju.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysaSá sem ætlaði að prufufljúga vélinni með Marteini hlaut brot á lendarhryggjarlið, kona um borð hlaut brot á brjóstlið og bringubeini og tognun á brjósthrygg og hálshrygg og þriðji karlmaðurinn tognaði í hálshrygg, brjósthrygg og brjóstkassa. Eftir rannsókn lögreglu á málinu gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur Marteini fyrir brot á loftferðalögum og reglum með því að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu við undirbúning og stjórn flugvélarinnar yfir sumarhúsabyggðinni. Hann hafi enga reynslu af að fljúga slíkri flugvél og ekki gert tilskylda massa- og jafnvægisútreikninga. Síðan hafi hann flogið „vélinni yfirhlaðinni, í lítilli hæð yfir sumarhúsabyggðinni, á eða við ofrishraða, í krappri beygju í sterkum hviðóttum vindi svo flugvélin missti hraða og hæð og skall í jörðina með þeim afleiðingum að farþegarnir þrír slösuðust og flugvélin eyðilagðist“. Hinn prufuflugmaðurinn, sem Marteinn þekkti ekki fyrir flugið, krefst einnar milljónar króna í miskabætur frá Marteini. Ríkissaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag. Þar neitaði Marteinn sök. Hann hefur nú frest út janúar til að skila greinargerð í málinu. Að þeim tíma liðnum verða skipaðir meðdómendur og framhald málsins ákveðið.Greinileg ummerki voru um hvernig vélin þeyttist eftir jörðinni.Mynd/Rannsóknarnefnd flugslysa
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00 Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Flugmaður TF-KEX ákærður fyrir að hafa ekki gætt nægrar aðgæslu Vélin brotlenti á skírdag 2010 með þrjá farþega innanborðs. Farþegi sem hryggbrotnaði krefst miskabóta. 10. desember 2014 07:00
Of þungri vél brotlent við sumarhús Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert. 8. nóvember 2013 07:00
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00