Fótbolti

Íslensku stelpurnar í riðli með besta liði heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Bandaríkjunum í riðlakeppni Algarve-bikarsins sem fer fram 2. til 12. mars á næsta ári en okkar stelpur unnu brons á mótinu í ár.

Bandaríkin eru efst á heimslista FIFA en að auki eru í íslenska riðlinum Noregur og Sviss, sem vann yfirburðasigur í riðli Íslands í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar unnu Svíþjóð í leiknum um 3. sætið í Algarve-bikarnum 2014 sem er næstbesti árangur liðsins á mótinu frá upphafi.

Ísland er í B-riðlinum en Í A-riðlinum eru Svíþjóð, Þýskaland, Kína og Brasilía.

Algarve-bikarinn hefur aldrei verið sterkari því „veikasti“ riðillinn er nú skipaður mjög sterkum þjóðum. Portúgal hefur vanalega verið með mun veikari liðum í C-riðlinum en að þessu sinni keppa þær portúgölsku við Danmörku, Frakkland og Japan, allt þjóðir á topp sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×