Hið vonlausa hlutleysi Bjarni Karlsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Í tilefni umræðunnar sem nú hefur verið endurvakin varðandi stöðu trúarbragða í samfélagi okkar langar mig að nefna þrjú meginsjónarmið sem hafa komið fram og erfitt hefur reynst að samræma; Hugmyndin um að meirihlutavald skuli ráða í trúarefnum, hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins og loks hugmyndin um að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi. Margir hafa orðið til þess að benda á augljósa galla fyrstu hugmyndarinnar og það hvernig andúðarótti gagnvart framandi menningu hefur verið virkjaður til þess að tryggja henni brautargengi. Um óskynsemina sem þar hefur riðið röftum þarf ekki að fjölyrða. Skynsemin segir okkur t.d. að múslimar séu fólk eins og við en við erum samt hrædd. Við vitum líka ofurvel að Tyrkjaránið kemur þessu máli ekkert við, en það býr bara í taugakerfinu á okkur og kallar á viðbrögð. Það er áhyggjuefni og markar þáttaskil í íslenskri pólitík að andúðarótti skuli hafa verið virkjaður með þeim hætti sem raun bar vitni á liðnum vordögum en því þarf að svara með einhverju öðru en andúð og skömmum.Almenn sanngirni Hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins er lausnamiðuð við fyrstu sýn. Hún er nokkurs konar Salómonsdómur ættaður frá höfundum hins borgaralega nútíma og byggir á þeirri sannfæringu að fólk muni seint verða sammála um þá vegi sem liggi að hinu góða lífi í tíma og eilífð. Því sé best að sleppa öllu þrasi en einbeita sér að almennri sanngirni, lögum og reglum og eftirláta einkalífinu eilífðarmálin og ástarmálin ásamt öllu hinu sem aldrei mun finna sitt svar. Umliðna áratugi hafa feminískir fræðimenn hafnað þessari skiptingu veruleikans í hið opinbera svið og einkasviðið. Bent hefur verið á að hin upphaflega hugsun sem bjó að baki aðskilnaðinum milli hins opinbera rýmis og einkalífsins hafi verið leit að jafnvægi og einingu í mannfélaginu. Þar hafi hugmyndin um hlutleysið sem viðmið í allri þekkingarleit ráðið för ásamt einbeittri fegurðarþrá. Að margra áliti er niðurstaðan þó tragísk þar sem hugmyndin um hið hlutlausa sjónarhorn og leitin að jafnvægi og einingu alls með þessari tvískiptingu veruleikans hafi í raun orðið til þess að jaðarsetja þorra almennings og setja fólk í þá stöðu að mikilvægir þættir tilverunnar þyki ekki boðlegir heldur tilefni blygðunar eða skammar. Flest tilheyrum við minnihlutahópum og engin heildarsýn er svo gjörtæk að hún nái til allra. Um leið og menn skilgreina hið hlutlausa og viðtekna draga þeir línu í mannhafið þar sem einhverjir lenda alltaf öfugu megin. Þannig hefur verið fullyrt að vestrænn almenningur lifi í raun undir oki hins meinta hlutleysis sem jaðarsetji þorra manna; þar eð lífsgildi séu bönnuð í almannarýminu séu hagsmunir einir til umræðu og í stað samtals ríki kappræða þar sem hinn almenni maður fari halloka á meðan ríkjandi valdastétt fari sínu fram án pólitísks aðhalds. Gagnrýni mín á hugmyndina um trú sem einkamál er runnin af þessum rótum. Ég álít hana vafasama vegna þess að hún jaðarsetur og auðmýkir þau mörgu sem horfa á heiminn með augum trúarinnar um leið og hún gerir veraldlega heimsmynd að sjálfgefnu viðmiði. Þannig endar hin lausnamiðaða hugmynd um trú og lífsskoðanir sem einkamál á því að auka á vandann sem hún hugðist leysa. Andúðin á hinu óþekkta og skömmin yfir því að vera vanmáttug manneskja er færð til en ekki létt af fólki.Æskilegur þáttur Ég hallast að þriðju hugmyndinni sem nefnd var hér að ofan, jafn vel þótt hún sé margfalt flóknari í framkvæmd en hinar tvær fyrri. Ég álít að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi og viðfangsefnið verði hvorki leyst með meirihlutavaldi né meintu hlutleysi veraldlegrar heimsmyndar. Eina færa leiðin er sú erfiðasta; að ræða saman, vera saman og byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning. Við þurfum að þróa með okkur veitula og frjóa menningu þar sem samstaða ríkir um það atlæti sem við búum vaxandi kynslóð þannig að hún verði ekki rænd sögu sinni og samhengi. Trú og hin fjölbreytilega iðkun hennar samhliða meðvitaðri höfnun allrar trúar er hluti af samhengi okkar. Ef börn eiga að verða læs á menningu sína þurfa þau líka að fá að kynnast lifandi fólki sem trúir eða efast og tjáir þeim hug sinn og langar að hafa áhrif á þau. Slíkur uppeldisbakgrunnur með góðu aðhaldi skóla- og foreldrasamfélagsins er auk annars líklegur til þess að varna því að fólk verði síðar á lífsleiðinni leiksoppar andúðarafla sem oft nýta sér trúartákn og kennisetningar sem aðferð til að ná valdi á fólki. Í stað meirihlutaræðis eða þykjustuhlutleysis legg ég til að við hættum að þagga hvert annað en ræðum saman um lífsgildi okkar og lærum hvert af öðru. Það er margt hættulegra í umhverfi barna en biblíusögur, möntrur og siðmenntarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umræðunnar sem nú hefur verið endurvakin varðandi stöðu trúarbragða í samfélagi okkar langar mig að nefna þrjú meginsjónarmið sem hafa komið fram og erfitt hefur reynst að samræma; Hugmyndin um að meirihlutavald skuli ráða í trúarefnum, hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins og loks hugmyndin um að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi. Margir hafa orðið til þess að benda á augljósa galla fyrstu hugmyndarinnar og það hvernig andúðarótti gagnvart framandi menningu hefur verið virkjaður til þess að tryggja henni brautargengi. Um óskynsemina sem þar hefur riðið röftum þarf ekki að fjölyrða. Skynsemin segir okkur t.d. að múslimar séu fólk eins og við en við erum samt hrædd. Við vitum líka ofurvel að Tyrkjaránið kemur þessu máli ekkert við, en það býr bara í taugakerfinu á okkur og kallar á viðbrögð. Það er áhyggjuefni og markar þáttaskil í íslenskri pólitík að andúðarótti skuli hafa verið virkjaður með þeim hætti sem raun bar vitni á liðnum vordögum en því þarf að svara með einhverju öðru en andúð og skömmum.Almenn sanngirni Hugmyndin um að trú sé einkamál sem halda skuli utan almannarýmisins er lausnamiðuð við fyrstu sýn. Hún er nokkurs konar Salómonsdómur ættaður frá höfundum hins borgaralega nútíma og byggir á þeirri sannfæringu að fólk muni seint verða sammála um þá vegi sem liggi að hinu góða lífi í tíma og eilífð. Því sé best að sleppa öllu þrasi en einbeita sér að almennri sanngirni, lögum og reglum og eftirláta einkalífinu eilífðarmálin og ástarmálin ásamt öllu hinu sem aldrei mun finna sitt svar. Umliðna áratugi hafa feminískir fræðimenn hafnað þessari skiptingu veruleikans í hið opinbera svið og einkasviðið. Bent hefur verið á að hin upphaflega hugsun sem bjó að baki aðskilnaðinum milli hins opinbera rýmis og einkalífsins hafi verið leit að jafnvægi og einingu í mannfélaginu. Þar hafi hugmyndin um hlutleysið sem viðmið í allri þekkingarleit ráðið för ásamt einbeittri fegurðarþrá. Að margra áliti er niðurstaðan þó tragísk þar sem hugmyndin um hið hlutlausa sjónarhorn og leitin að jafnvægi og einingu alls með þessari tvískiptingu veruleikans hafi í raun orðið til þess að jaðarsetja þorra almennings og setja fólk í þá stöðu að mikilvægir þættir tilverunnar þyki ekki boðlegir heldur tilefni blygðunar eða skammar. Flest tilheyrum við minnihlutahópum og engin heildarsýn er svo gjörtæk að hún nái til allra. Um leið og menn skilgreina hið hlutlausa og viðtekna draga þeir línu í mannhafið þar sem einhverjir lenda alltaf öfugu megin. Þannig hefur verið fullyrt að vestrænn almenningur lifi í raun undir oki hins meinta hlutleysis sem jaðarsetji þorra manna; þar eð lífsgildi séu bönnuð í almannarýminu séu hagsmunir einir til umræðu og í stað samtals ríki kappræða þar sem hinn almenni maður fari halloka á meðan ríkjandi valdastétt fari sínu fram án pólitísks aðhalds. Gagnrýni mín á hugmyndina um trú sem einkamál er runnin af þessum rótum. Ég álít hana vafasama vegna þess að hún jaðarsetur og auðmýkir þau mörgu sem horfa á heiminn með augum trúarinnar um leið og hún gerir veraldlega heimsmynd að sjálfgefnu viðmiði. Þannig endar hin lausnamiðaða hugmynd um trú og lífsskoðanir sem einkamál á því að auka á vandann sem hún hugðist leysa. Andúðin á hinu óþekkta og skömmin yfir því að vera vanmáttug manneskja er færð til en ekki létt af fólki.Æskilegur þáttur Ég hallast að þriðju hugmyndinni sem nefnd var hér að ofan, jafn vel þótt hún sé margfalt flóknari í framkvæmd en hinar tvær fyrri. Ég álít að lífsskoðanir og trú séu æskilegur þáttur í fjölbreyttu þjóðlífi og viðfangsefnið verði hvorki leyst með meirihlutavaldi né meintu hlutleysi veraldlegrar heimsmyndar. Eina færa leiðin er sú erfiðasta; að ræða saman, vera saman og byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning. Við þurfum að þróa með okkur veitula og frjóa menningu þar sem samstaða ríkir um það atlæti sem við búum vaxandi kynslóð þannig að hún verði ekki rænd sögu sinni og samhengi. Trú og hin fjölbreytilega iðkun hennar samhliða meðvitaðri höfnun allrar trúar er hluti af samhengi okkar. Ef börn eiga að verða læs á menningu sína þurfa þau líka að fá að kynnast lifandi fólki sem trúir eða efast og tjáir þeim hug sinn og langar að hafa áhrif á þau. Slíkur uppeldisbakgrunnur með góðu aðhaldi skóla- og foreldrasamfélagsins er auk annars líklegur til þess að varna því að fólk verði síðar á lífsleiðinni leiksoppar andúðarafla sem oft nýta sér trúartákn og kennisetningar sem aðferð til að ná valdi á fólki. Í stað meirihlutaræðis eða þykjustuhlutleysis legg ég til að við hættum að þagga hvert annað en ræðum saman um lífsgildi okkar og lærum hvert af öðru. Það er margt hættulegra í umhverfi barna en biblíusögur, möntrur og siðmenntarfræði.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun