Alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson jafnaði árangur Guðmundar Gunnarssonar frá árinu 1971 en Sebastian Alexandersson á metið. Vísir/Vilhelm Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður HK í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik HK-inga gegn FH á mánudagskvöldið. Hann varði ríflega 20 skot í leiknum, þar af sjö vítaköst. Því miður fyrir Lárus tapaði HK leiknum með þremur mörkum. „Þetta var að sjálfsögðu gaman, en að sama skapi hrikalega svekkjandi að tapa leiknum. Við skorum náttúrlega bara átta mörk í seinni hálfleik,“ segir Lárus Helgi í samtali við Fréttablaðið. Varnarmenn HK stóðu vaktina ekki alveg nægilega vel enda fengu gestirnir úr Hafnarfirðinum heil átta vítaköst. „Það var svekkjandi að verja þau ekki öll,“ segir Lárus Helgi, en Daníel Matthíasson, línumaður FH, var sá eini sem fann leiðina fram hjá Lárusi af vítalínunni. „Ég var í þeim bolta líka,“ segir hann. En hvernig fara menn að því að verja sjö vítaköst? „Maður var í stuði og svo er þetta smá heppni líka. Bara samspil nokkurra þátta. Ég var alveg hættur að geta haldið andliti þarna undir lokin. Við og FH-ingarnir hlógum bara að þessu.“Sebastian á metið Ótrúlegt en satt er þetta ekki met í efstu deild karla því Sebastian Alexandersson, markvörðurinn þrautreyndi sem er enn að spila í 1. deildinni, varði átta vítaköst gegn Haukum árið 1998. Fram kemur í Morgunblaðinu í grein um þann leik að Sebastian hafi bætt met ÍR-ingsins Guðmundar Gunnarssonar sem varði sjö vítaköst gegn Val árið 1971. HK-ingar, sem tæknilega séð féllu úr deildinni í fyrra eftir ömurlegt tímabil þar sem þeir unnu aðeins einn leik, eru einnig rótfastir við botninn þennan veturinn með fjögur stig eftir fimmtán umferðir. „Það er farið að reyna á okkur að tapa svona mörgum leikjum, sérstaklega að tapa leik eins og gegn Stjörnunni í bikarnum með tólf mörkum. Það er nóg eftir af mótinu en liðin fyrir ofan okkur hafa verið að vinna leiki á meðan við höfum verið að slaka á ef eitthvað er. Við verðum að fara að rífa okkur í gang,“ segir Lárus Helgi.Bræðurnir spila saman Þorgrímur Smári Ólafsson, skytta HK-inga og bróðir Lárusar, er markahæstur í liðinu þannig að synir Ólafs Björns Lárussonar verða seint sakaðir um að gera ekki sitt fyrir HK. Þeir spiluðu einnig saman hjá Gróttu og Val. „Það er hrikalega gaman að vera að æfa með honum. Það gerist örsjaldan að við rífumst. Þá öskrum við aðeins hvor á annan en svo er það búið. Við förum samferða á flestar æfingar og svona. Við erum bara orðnir pakkadíll,“ segir Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira