Orðsending til jólasveina Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun