Fullkomnu liðin fara sjaldnast alla leið í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale fagna marki. vísir/Getty Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Sigurganga Real Madrid er þegar orðin söguleg á Spáni en stórstjörnuliðið á Santiago Bernabéu þarf að skrifa fleiri kafla í sögubókina ætli liðið sér að verja titilinn sinn í Meistaradeildinni. Fimm önnur lið hafa náð í fullt hús í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá því að hún var sofnuð árið 1992 en ekkert þeirra hefur unnið titilinn um vorið. Real Madrid-menn voru í sömu stöðu fyrir þremur árum og duttu þá út í vítakeppni í undanúrslitum. Spænska félagið er nú það eina sem á tvö lið sem hafa náð fullu húsi. Real Madrid fagnaði sínum 19. sigri í röð á þriðjudagskvöldið þegar liðið vann 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Yfirburðir Real Madrid-liðsins voru algjörir, það fékk ellefu stigum meira en næsta lið og öll hin liðin voru með neikvæða markatölu.„Ég geri mér grein fyrir því að ég er með einstakan hóp leikmanna,“ sagði Carlo Ancelotti eftir sigurinn en með honum sló liðið spænska metið sem erkifjendurnir í Barcelona settu undir stjórn Franks Rijkaard tímabilið 2005 til 2006. Evrópumeistararnir þurfa fimm sigra í viðbót til að jafna heimsmet brasilíska liðsins Coritiba sem vann 24 leiki árið 2011. Félagið gæti tryggt sér annan til áður en metið fellur því framundan er Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í þessum mánuði. „Ég er í mjög góðu sambandi við leikmenn mína. Þeir eru mér allir mjög mikilvægir og ég nota hvert tækifæri til að þakka þeim,“ sagði Carlo Ancelotti en liðið hefur nú unnið alla leiki sína síðan það tapaði 1-2 fyrir Atlético Madrid á heimavelli 13. september. „Ég vissi að ég myndi fá svar frá mínum leikmönnum en gat aldrei ímyndað mér að svar leikmannanna væri að vinna næstu nítján leiki,“ sagði Ancelotti. Real Madrid fór taplaust í gegnum tíu fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni 2011-12 (9 sigrar og 1 jafntefli) en tapaði þá fyrri undanúrslitaleiknum 2-1 á útivelli á móti Bayern München. Real vann seinni leikinn 2-1 en tapaði svo 3-1 í vítakeppni og var því úr leik. Aðeins eitt af „fullkomnu“ liðunum hefur komist lengra en AC Milan spilaði til úrslita vorið 1993 þegar sigurvegari riðilsins fór beint í úrslitaleikinn. Hvort Real Madrid komist svo langt eða jafnvel einu skrefi lengra kemur ekki í ljós fyrr en á nýju ári en það efast enginn um að það eru fá félög í heiminum sem er betur mönnuð. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá yfirlit yfir hin fimm félögin sem unnu alla leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en misstigu sig síðan á leiðinni að bikarnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira