Á að skerða ferðafrelsi? Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Á næstu dögum hyggst iðnaðarráðherra leggja fram margboðað frumvarp um náttúrupassa. Samkvæmt fréttum á hver Íslendingur að kaupa passa á 1500 krónur til að fá að horfa á Dettifoss, Gullfoss og hinar náttúruperlurnar sem hingað til hafa verið álitnar sameign þjóðarinnar. Samtök helstu ferðaþjónustuaðila hafa lýst því yfir að þau leggist gegn þessum hugmyndum þar sem nýtt gjald á ferðamenn og eftirlit með þeirri gjaldtöku geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Bent hefur verið á að áhrifin af því að selja inn á helstu náttúruperlur Íslands grafi undan þeirri ímynd Íslands sem ósnortið land sem mörgum áratugum hefur verið eytt í að byggja upp. Þá hefur verið gagnrýnt að náttúrupassafyrirkomulagið geri ráð fyrir því að lögreglan eða aðrir aðilar stundi eftirlit við náttúruvætti. Niðurstaða samtaka ferðaþjónustuaðila er að heillavænlegra sé að hækka gistináttaskatt. En þessi rök ferðaþjónustunnar eru ekki einu rökin gegn þessum hugmyndum ráðherrans sem eru mjög á skjön við þær leiðir sem aðrar þjóðir hafa valið til að vernda viðkvæm svæði. Langflestar þjóðir hafa valið að sækja fé í gegnum hið almenna skattkerfi, með farseðlasköttum eða gistináttagjöldum. Náttúrupassinn verður líklega sýnidæmi um séríslenskar „lausnir“, þó ekki endilega til mikils sóma. Mestu máli skiptir þó að þetta sérstaka gjaldtökukerfi, sem mun kosta sitt, mun stangast á við almannarétt sem hefur verið tryggður í íslenskum lögum allt frá Jónsbók og þyrfti að afnema með lagabreytingu ef náttúrupassinn á að verða að veruleika. Með náttúrupassanum hyggst Sjálfstæðisflokkurinn, sem eitt sinn þóttist vera boðberi frelsis, beinlínis skerða ferðafrelsi íslensks almennings, rukka alla fyrir að fara um landið og byggja upp bákn til að hafa eftirlit með skattheimtunni. Þvert á almannarétt hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkt að skerða ferðafrelsi almennings til að geta rukkað fólk um skatt, í raun lagt auðlindagjald á almenning í landinu. Það er því holur hljómur í öllu frelsistali Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að í þessum efnum mun það koma í hlut okkar hinna að verja einstaklingsfrelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa vörð um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á næstu dögum hyggst iðnaðarráðherra leggja fram margboðað frumvarp um náttúrupassa. Samkvæmt fréttum á hver Íslendingur að kaupa passa á 1500 krónur til að fá að horfa á Dettifoss, Gullfoss og hinar náttúruperlurnar sem hingað til hafa verið álitnar sameign þjóðarinnar. Samtök helstu ferðaþjónustuaðila hafa lýst því yfir að þau leggist gegn þessum hugmyndum þar sem nýtt gjald á ferðamenn og eftirlit með þeirri gjaldtöku geti haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Bent hefur verið á að áhrifin af því að selja inn á helstu náttúruperlur Íslands grafi undan þeirri ímynd Íslands sem ósnortið land sem mörgum áratugum hefur verið eytt í að byggja upp. Þá hefur verið gagnrýnt að náttúrupassafyrirkomulagið geri ráð fyrir því að lögreglan eða aðrir aðilar stundi eftirlit við náttúruvætti. Niðurstaða samtaka ferðaþjónustuaðila er að heillavænlegra sé að hækka gistináttaskatt. En þessi rök ferðaþjónustunnar eru ekki einu rökin gegn þessum hugmyndum ráðherrans sem eru mjög á skjön við þær leiðir sem aðrar þjóðir hafa valið til að vernda viðkvæm svæði. Langflestar þjóðir hafa valið að sækja fé í gegnum hið almenna skattkerfi, með farseðlasköttum eða gistináttagjöldum. Náttúrupassinn verður líklega sýnidæmi um séríslenskar „lausnir“, þó ekki endilega til mikils sóma. Mestu máli skiptir þó að þetta sérstaka gjaldtökukerfi, sem mun kosta sitt, mun stangast á við almannarétt sem hefur verið tryggður í íslenskum lögum allt frá Jónsbók og þyrfti að afnema með lagabreytingu ef náttúrupassinn á að verða að veruleika. Með náttúrupassanum hyggst Sjálfstæðisflokkurinn, sem eitt sinn þóttist vera boðberi frelsis, beinlínis skerða ferðafrelsi íslensks almennings, rukka alla fyrir að fara um landið og byggja upp bákn til að hafa eftirlit með skattheimtunni. Þvert á almannarétt hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkt að skerða ferðafrelsi almennings til að geta rukkað fólk um skatt, í raun lagt auðlindagjald á almenning í landinu. Það er því holur hljómur í öllu frelsistali Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að í þessum efnum mun það koma í hlut okkar hinna að verja einstaklingsfrelsið sem Sjálfstæðisflokkurinn þykist standa vörð um.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun