Bárðarbunga hefur skolfið í 5.727 skipti frá byrjun goss Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Hraunáin frá eldstöðinni er stöðug og hraunið stækkar bæði við norður- og suðurjaðar þess. mynd/mortenriishuus „Þegar spurt er um stöðumat má kannski segja að það sem einkennir hana er hvað umbrotin eru stöðug, þó allar mælingar til lengri tíma bendi til hægt minnkandi virkni. Við höfum ekki séð svona stöðugt eldgos síðan mælingar með okkar tækni hófust,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er atburður sem líkist meira eldum fortíðar, eins og Skaftáreldum og líkast til atburðum á þessu svæði í lok 18. aldar. En það er ákveðin hægfara þróun að verða í siginu umhverfis eldstöðina, sem er smám saman að minnka. Það passar mjög vel við niðurstöður mælinga í sigi ofan á Bárðarbungu sem hafa þróast á sama hátt allt frá því að gosið byrjaði,“ segir Benedikt og bætir við að færslur á yfirborði við eldstöðina norðan Vatnajökuls hafi svo gott sem stöðvast um leið og eldgosið hófst. Færslurnar á yfirborði voru gríðarlegar á tímabilinu 16. ágúst til mánaðamóta á mjög stóru svæði. Færsla á yfirboði við jökulinn mældist þá um 40 sentímetrar, og meiri við bergganginn sjálfan. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Þetta eru mestu færslur sem sést hafa á norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum, er mat jarðvísindamanna. Gliðnunin, eða stækkun landsins, hefur mælst á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetrum frá eldstöðinni til norðurs. Einnig á Dyngjuhálsi og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan eldstöðina, en gangurinn stöðvaðist þegar hann teygði sig rúmlega ellefu kílómetra norður úr sporði Dyngjujökuls eftir hálfs mánaðar „ferðalag“. Bárðarbunga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Þegar spurt er um stöðumat má kannski segja að það sem einkennir hana er hvað umbrotin eru stöðug, þó allar mælingar til lengri tíma bendi til hægt minnkandi virkni. Við höfum ekki séð svona stöðugt eldgos síðan mælingar með okkar tækni hófust,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er atburður sem líkist meira eldum fortíðar, eins og Skaftáreldum og líkast til atburðum á þessu svæði í lok 18. aldar. En það er ákveðin hægfara þróun að verða í siginu umhverfis eldstöðina, sem er smám saman að minnka. Það passar mjög vel við niðurstöður mælinga í sigi ofan á Bárðarbungu sem hafa þróast á sama hátt allt frá því að gosið byrjaði,“ segir Benedikt og bætir við að færslur á yfirborði við eldstöðina norðan Vatnajökuls hafi svo gott sem stöðvast um leið og eldgosið hófst. Færslurnar á yfirborði voru gríðarlegar á tímabilinu 16. ágúst til mánaðamóta á mjög stóru svæði. Færsla á yfirboði við jökulinn mældist þá um 40 sentímetrar, og meiri við bergganginn sjálfan. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Þetta eru mestu færslur sem sést hafa á norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum, er mat jarðvísindamanna. Gliðnunin, eða stækkun landsins, hefur mælst á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetrum frá eldstöðinni til norðurs. Einnig á Dyngjuhálsi og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan eldstöðina, en gangurinn stöðvaðist þegar hann teygði sig rúmlega ellefu kílómetra norður úr sporði Dyngjujökuls eftir hálfs mánaðar „ferðalag“.
Bárðarbunga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira